Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær þriðjudaginn 24. september tók Grunnskólinn austan Vatna þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ.  Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við okkur en það var logn og sól.  Við getum svo sannarlega verið stolt af okkar fólki því samtals hlupum við 325 km sem gerir 4,6 km að meðaltali á einstakling.  Hlaupið fór fram bæði á Hólum og Hofsósi.