Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 – metnaður, úthald og gleði í forgrunni

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 – metnaður, úthald og gleði í forgrunni

Föstudaginn 10. október tók Grunnskólinn austan Vatna þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2025. Alls tóku 47 nemendur þátt í hlaupinu og gátu þeir valið á milli fjögurra vegalengda: 2,5 km, 5 km, 7,5 km og 10 km. Tveir nemendur ákváðu að bæta um betur og hlupu 12,5 km. 

Heildarvegalengd nemendanna var 217,5 kílómetrar, sem sýnir glöggt hversu mikinn metnað, úthald og vilja allir nemendur sýndu í hlaupinu. Stemningin var frábær, þar sem allir hvöttu hvern annan áfram og gleðin skein úr andlitum þátttakenda. Að hlaupi loknu skelltu nemendur sér í sund. 

Ólympíuhlaupið hefur orðið að skemmtilegri hefð í skólastarfinu, þar sem nemendur fá tækifæri til að setja sér markmið, taka þátt á eigin forsendum og upplifa ánægjuna af hreyfingu. Við í Grunnskólanum austan Vatna erum afar stolt af öllum nemendum okkar fyrir frábæra þátttöku og góða stemningu á hlaupadeginum.