Ólympíuhlaup ÍSÍ

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í vikunni sem er að líða. Óhætt er að segja að við getum verið stolt af okkar krökkum því þau hlupu samtals 420 km og stemningin í hópnum var góð, þar sem nemendur hvöttu hvort annað áfram.  Af 72 nemendum þá hlupu 23 þeirra heila 10 km sem er um 32% af skólanum.  Ólympíuhlaupið er orðið skemmtileg rútina í skólastarfinu og óhætt að segja að margir nemendur sigri stóra sigra.

Hér fylgja með nokkrar myndir úr hlaupinu