Ólympíuhlaup ÍSÍ

Mánudaginn 26. september fór fram Ólympíuhlaup ÍSÍ á Hofsósi en á Hólum fór hlaupið fram fimmtudaginn 29. september.
Eins og undanfarin ár þá stóðu nemendur skólans sig eins og hetjur og hlupu samtals 225 km. Það var jákvæð og góð stemning í hópnum og tala myndirnar sínu máli.

Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá fjölda þeirra sem hlupu ásamt heildarvegalengd sem hlaupin var. 

 Dugnaður

 

Saman

lauflétt

Áfram

Saman

Hlaupið á Hólum

Með sólina í augunum

Allir sáttir með sólina í augunum.