Orgelkrakkar

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir kom í heimsókn til okkar síðastliðinn fimmtudag með verkefnið Orgelkrakkar fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Verkefnið er listgjörningur fyrir börn sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi. Undir leiðsögn Sigrúnar settu nemendur saman orgelið, pípu fyrir pípu, röðuðu nótum og tengdu við vindhlöðu ásamt því settu þau saman orgelhúsið og loks léku allir á orgelið.
Frábær og fróðleg skemmtun!