Öskudagur

Öskudagur er framundan 17. febrúar og nú er búið að skipuleggja dagskrá í tilefni dagsins. Við getum innan þess ramma sem samkomutakmarkanir og takmarkanir á skólastarfi leyfa hadið nær óbreyttri dagskrá eins og verið hefur undanfarin ár. Samkennsluhópar fara með sínum kennurum í þær stofnanir og fyrirtæki sem hafa gefið grænt ljós á að taka á móti okkur. Skóli byrjar á sama tíma og vanalega og fyrstu tímarnir verða nýttir til undirbúnings en eftir morgunmat verður lagt af stað og sungið sem aldrei fyrr.

Því miður sjáum við okkur ekki fært innan sóttvarnartakmarkana að skipuleggja grímuball eftir hádegið ens og hefð var orðin fyrir og því verður að fella það niður þetta árið. Ef reglur rýmkast í mars verður að sjálfsögðu reynt að koma að einhverjum viðburði enda hefur lítið farið fyrir félagsmálum vegna takmarkana sem skólum eru settar.

Skóladegi verður því lokið á öskudag eftir að nemendur hafa fengið hádegismat, um kl. 12:20 á Hólum og 13:00 á Hofsósi. Vetrarfrí hefst að skóla loknum þennan dag en dagarnir 18. og 19. febrúara eru frídagar bæði hjá nemendum og starfsmönnum.