Öskudagur

Unglingastig GaV
Unglingastig GaV

Það hefur verið góður og skemmtilegur siður að halda öskudaginn hátíðlegan í Grunnskólanum austan Vatna enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og hafa gaman saman. Öll stigin, yngsta stig, miðstig og unglingastig ákveða og æfa lög sem þau fara og syngja fyrir starfsfólk fyrirtækja og fá að launum gotterí. Eftir hádegismat er unglingastig með öskudagsball fyrir alla nemendur skólans ásamt leikskólabörnum þar sem farið er í leiki, dansað hókípókí og marserað.