Rakelarhátíðin

Sunnudaginn 6. október verður Rakelarhátíðin haldin í Höfðaborg. Fyrir þá sem ekki vita er Minningarhátíðin fjáröflunarskemmtun fyrir Minningarsjóð Rakelar Pálmadóttur sem var nemandi hér við skólann en lést af slysförum aðeins 8 ára gömul. Sjóðurinn hefur í gegnum tíðina staðið þétt við bakið á skólanum og gefið fjölmarga hluti til hans, bæði til félagsstarfa nemenda og eins tæki til notkunar í kennslu.