Sigur í okkar riðli!!!

Okkar frábæru krakkar í Grunnskólanum austan Vatna gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðlil í Skólahreysti í gær.  Keppt var í Íþróttahöll Akureyrar eins og á undanförnum árum.  Fulltrúar skólans að þessu sinni voru Agla Rut Egilsdóttir, Konráð Jónsson, Njála Rún Egilsdóttir, Vignir Nói Sveinsson og til vara voru Katla Steinunn Ingvarsdóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson.

Árangur keppenda í tilteknum greinum var:
Njála Rún

Armbeygjur 15 endurtekningar og 7.sæti í greininni.
Hreystigreip 2:33 mín og 3.sæti í greininni

Vignir Nói
Upphífingar 29 endurtekningar og 2.sæti í greininni
Dýfur 26 endurtekningar og 1.sæti í greininni

Agla Rut og Konráð fóru hraðabrautina á 2:19 mín og voru þar í 1.sæti

Niðurstaðan fyrsta sæti og sæti úrslitakeppninni í Skólahreysti árið 2021, geggjaður árangur!!!  Tóta íþróttakennari og krakkarnir hafa lagt mikla vinnu á sig í undirbúningnum og óhætt að segja að þau séu að uppskera samkvæmt því.  

Þess ber að geta að úrslitakeppnin fer fram 29.maí.