Skólaferðalag 8. - 10. bekkjar

Nemendur í 8. - 10. bekk fóru í skólaferðalag dagana 22. - 24. maí. Þau byrjuðu ferðina á Hopplandi á Akranesi þar sem þau hoppuðu í sjóinn af bryggjunni, trampólíni eða fjórum misháum pöllum og gistu síðan í Reykjavík.  

Daginn eftir fóru þau í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum, eins og nafnið gefur til kynna þá upplifðu þau skemmtilegt ævintýri, kitl í magann og gleði í fallegri náttúru.
Gist var á Hvolsvelli seinni nóttina. Síðasta daginn fór hópurinn í ,,super jeep” dagsferð í Þórsmörk.

Að auki fóru þau í sundferðir, keilu, hláturjóga, pizzaveislu, hamborgaraveislu og karókí.

Nemendur komu þreyttir og sælir heim eftir afar vel heppnaða ferð.

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl

ungl