Skólahald fellur niðiur í dag 24. október

Í dag þriðjudag 24. október er boðað til verkfalls kvenna og kvára um land allt.

Að þessu sinni mun verkfallið vara í heilan dag en það hefur ekki verið gert síðan 1985. Fyrsta kvennaverkfallið fór fram 24. október 1975 en þá lögðu 90 prósent kvenna, hér á landi, niður störf. Þá eins og nú var markmiðið að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Að auki er yfirskrift kvennaverkfallsins nú, Kallarðu þetta jafnrétti? Meginþemað er kynbundið og kynferðislegt ofbeldi gegn konum og kynsegin fólki og kerfisbundið vanmat í störfum kvenna. 

Konur sem starfa við Grunnskólann austan Vatna taka þátt í verkfallinu og mæta ekki til starfa í skólann. Það þýðir í raun að skólinn verður óstarfhæfur og því er allt skólastarf fellt niður þann dag.