Skólahald hjá GaV í vikunni

Samkvæmt ákvörðun sóttvarnaryfirvalda í Skagafirði verður skólahald hjá okkur í Grunnskólanum austan Vatna næstu viku þrátt fyrir lokun Árskóla og aðrar staðbundnar ráðstafanir á Sauðárkróki. Það er þó ljóst að óbeinar afleiðingar hafa áhrif á skólahald hjá okkur svo sem nokkrir starfsmenn og nemendur sem þurfa að fara í sóttkví einhverja daga. Það skal ítrekað að engin smit hafa verið staðfest á okkar svæði þó einstaklingar séu í sóttkví og því er talið óhætt að starfrækja skóla. Við viðhöfum að sjálfsögðu allar viðeignadi sóttvarnarráðstafanir og fylgjum leiðbeiningum um takmarkanir á skólahaldi eins og þær eru í gildi núna. Ég minni samt á að ef minnstu einkenni gera vart við sig þá á ekki að mæta í skólann en eftir atvikum að panta sýnatöku og útliloka minnsta grun um smit. Við vonum að það takist sem allra fyrst að komast fyrir þessa hópsýkingu í Skagafirði og lífið komist fljótt aftur í eðlilegt horf.