Skólahald í upprunalegt horf

Við óskum öllum gleðilegs sumars. Það er gleðilegt að tilkynna að samkvæmt auglýsingu frá Heilbrigðisráðherra eru allar hömlur sem settar voru á skólahald vegna samkomubanns felldar úr gildi frá og með mánudeginum 4. maí næstkomandi.

Það þýðir að við tekur stundaskrá eins og hún var fyrir takmarkanir. Engar fjöldatakmarkanir eða hömlur verða á skólastarfi, nemendur fara aftur í sínar stofur, list og verkgreinar kenndar aftur og einnig valgreinar. Tónlistarskólinn kemur inn eins og fyrr var, mötuneyti fer í upprunalegt horf og engar takmarkanir verða á sætaskipan í skólabílum, óheft flæði milli hópa. Sem sagt engar takmarkanir áfram í gildi sem snúa að nemendum. Það á líka við í frístundum og utan skólatíma.