Skólahreysti - áfram GaV!

Undankeppni Skólahreysti fer fram næstkomandi miðvikudag, 26. apríl í Íþróttahöllinni á Akureyri. Grunnskólinn austan Vatna keppir í fyrri riðlinum sem hefst kl. 17. Fulltrúar okkar eru þau Davíð Þór, Bjarkey Dalrós, Björn Austdal og Fjóla Indíana. Varamenn eru Valgerður Rakel og Hlynur.
Öllum er velkomið að koma og hvetja okkar fólk til dáða en einnig verður sýnt frá keppninni í beinni útsendingu á RÚV.

Áfram Gav!