Skólahreysti og skólaheimsókn

Frábær árangur hjá nemendum okkar í undankeppni Skólahreysti sem fram fór í gær í Íþróttahöllinni á Akureyri. Alls tóku átta skólar þátt í okkar riðli. 

Það voru tvíburarnir Fjóla Indíana og Björn Austdal sem kepptu í dýfum, upphýfingum, armbeygjum og hreystigreip. Björn Austdal hóf keppnina fyrir hönd liðsins á upphýfingum og náði 25 upphýfingum og síðan náði hann 23 dýfum. Fjóla Indíana var efst ásamt annarri stelpu í armbeygjum en hún náði 41 armbeygju og ekki nóg með það heldur vann hún hreystigreip með yfirburðum og hékk í heilar 7 mínútur og 34 sekúndur. Þau stóðu sig með glæsibrag.
Fyrir hraðabrautina vorum við í 2. sæti og munaði bara einu stigi á milli tveggja efstu sætanna. Bjarkey Dalrós og Davíð Þór stóðu sig frábærlega í hraðaþrautinni og fóru brautina á 3 mínútum og 16 sek. Varamenn voru þau Valgerður Rakel og Hlynur.

Við vorum með afar góðan stuðningshóp sem hvöttu fulltrúa okkar til dáða. Það var áberandi að sjá hve góður andi skapaðist milli nemenda okkar og nemendur voru skólanum svo sannarlega til sóma. Við erum afskaplega stolt af okkar fólki og Tótu íþróttakennara sem hefur unnið frábæra hluti með þeim. 

Keppnin var vægast sagt spennuþrungin en þegar upp var staðið sigraði Varmahlíðarskóli með 36,5 stig og við í Grunnskólanum austan Vatna höfnuðum í fjórða sæti með 29,5 stig. Við óskum Varmahlíðarskóla hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Unglingastigið nýtti ferðina til fulls, áður en keppnin hófst byrjuðu nemendur á að fara í Verkmenntaskólann á Akureyri þar sem þau fengu góða og ítarlega kynningu ásamt skoðunarferð um skólann. Á göngum skólans hittu þau nokkra fyrrum nemendur GaV. Næst lá leiðin á heimavistina þar sem Arnór Freyr og Þóranna Ásdís tóku höfðinglega á móti þeim auk vistarstjóra og sýndu þeim heimavistina. Að lokum fóru þau í Menntaskólann á Akureyri í stutta skoðunarferð um skólann. 

Langur, skemmtilegur og lærdómsríkur dagur. 

hreysti

hreysti

hreysti

hreysti

hreysti

hreysti

hreysti

hreysti

hreysti

hrey

hreysti

hreysti

vma

 vma

vma

vma

vma

vma

vma

vma

ma

ma

ma

vist

vist

vist

ma