Skólasetning GaV

Grunnskólinn austan vatna verður settur mánudag 24. ágúst. Skólasetningar verða sem hér segir:

 Grunnskólanum að Hólum kl. 10:00 
Grunnskólanum á Hofsósi kl. 13:00

 Vegna takmarkana á fjölda á samkomum og reglur í áherslum yfirvalda um sóttvarnir vegna COVID 19, svo sem tveggja metra reglu, er óljóst hvernig dagskrá skólasetnigar verður. Óvíst er hvort við getum boðið foreldrum á skólasetningu öðrum en þeim sem eiga börn sem eru að hefja skólagöngu eða byrja í nýjum skóla.

Það verður vonandi skýrar á næstu dögum og verður þá auglýst í byrjun næstu viku.

 Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.