Skólasetning GaV

Foreldrar eru velkomnir á skólasetningu með sínum börnum en grímuskylda verður meðal fullorðinna allan tímann.

Skólasetning verður miðvikudag 25. ágúst á Hólum kl. 10:00 í sameinuðum stofum 2 og 3, en á Hofsósi kl. 13:00 ef veður leyfir úti í brekkunni gegnt nýja leikskólanum.

Dagskrá skólasetningar verður með þeim hætti að skólastjóri setur skóla og fer yfir helstu breytingar, áskoranir og áherslur á komandi skólaári. Nemendur fylgja svo sínum umsjónarkennurum í sínar stofur í skólanum en foreldrar verða eftir og þá verður farið betur yfir þær áherslur sem verða í kennslunni í vetur, stundaskrá og skipulag útskýrt og dæmi um verkefni nemenda. Leitast verður við að svara spurningum og vangaveltum þar að lútandi. Reiknað er með að í heildina verði þetta klukkustundar dagskrá á hvorum stað. Eins og undanfarin ár munu skólabílar aka nemendum, sem alla jafna eru í skólaakstri, á skólasetningu. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að hafa beint samband við skólabílstjóra ef nemendur þurfa ekki akstur þennan dag.

Skóli hefst svo samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 26. ágúst.