Skólaslit 31.maí

Skólaslit verða mánudag 31. maí kl. 11:00 á Hólum og kl. 14:00 á Hofsósi. Eins og undanfarin ár verður útskrift 5 ára nemenda úr Leikskólanum í sömu athöfn og skólalsit Grunnskólans.

Þó tilslakanir geri okkur kleift að hafa skólaslit með aðkomu foreldra þá verðum við að hlýta töluverðum takmörkunum svo sem varðandi fjölda gesta, númeruð sæti og skráningar. Athöfnin verður enda lágstemdari en oft áður, hvorki tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum né boðið upp á veitingar.

Við erum nýbúin að upplifa hópsmit í Skagafirðinum og erum því reynslunni ríkari varðandi hvað það að mikilvægt halda út enda ganga bólusetningar mjög vel og vonandi mjög stutt í að við komust í örugga höfn frá þessari veiru.

Við gerum aðeins ráð fyrir foreldrum með hverjum nemanda. Fyrir aðstandendur nemenda í útskriftarárgöngum setjum við ekki fjöldatakmarkanir.

Hér er yfirlit yfir hvað reglugerðin leyfir og hvernig við mætum því:

  • Hámarksfjöldi í hverju rými er 300 manns og þá eru allir taldir. Þessu þurfum við ekki að hafa áhyggjur af miðað við fyrrgreindar fjöldatakmarkanir á skólaslitin.
  • Allir gestir sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
  • Skrá þarf sætanúmer, nafn, kennitölu og símanúmer. Skráin er varðveitt í tvær vikur en síðan eytt. Miðar verða í hverri sætaröð þar þarf að skrá þá sem þar sitja. það verður því ekki raðað í sæti heldur skráð á staðnum.
  • Allir gestir noti andlitsgrímur.
  • Gæta þarf að 1m. fjarlægðamörkum milli óskyldra aðila og því þarf að huga að því að skilja eftir autt sæti milli ótengdra aðila. Við röðum ríflega í salinn svo við þurfum ekki að taka niður skráningar fyrirfram.
  • Forðast hópamyndanir fyrir og eftir en það setjum við í ykkar hendur að hafa í huga.

 Bestu kveðjur og þakkir fyrir umburðarlyndi, þrautseigju, jákvæðni og gott samstarf á krefjandi skólaári.