Skóli hefst þriðjudaginn 6.apríl að loknu páskafríi

Á morgun fimmtudag 1.apríl taka gildi nýjar reglur um takmarkanir á skólahaldi sem verða í gildi til 15. apríl. Samkvæmt þeim reglum getur skólahald hafist strax að loknu páskaleyfi eins og skóladagatal gerir ráð fyrir þriðjudaginn 6. apríl. Fjöldatakmarkanir nemenda í sama rými eru 50 nemendur en undanþegin eru sameiginleg rými svo sem andyri, salerni og mötuneyti. Þar sem nemendur í 5. - 7. bekk á Hofsósi eru nú þegar í öðru rými þá gengur þessi regla upp án þess að þurfi að breyta neinu. Fjöldatakmörkun starfsfólks er 20 í sama rými en það má fara milli rýma. Auk þess þurfa starfsmenn að gæta 2m. fjarlægðartakmarkanna eða nota grímu að öðrum kosti.

Ekki eru leyfðar samkomur með aðkomu annarra en nemenda og starfsmanna að svo stöddu. Við vonum að þessi bylgja farsóttarinnar gangi fljótlega niður og til komi rýmri reglur sem gefi okkur kost á að halda árshátíðina hjá 8. - 10. bekk sem því miður varð að fresta við lokun skóla fyrir páskafrí.