Hér að neðan má finna link til að skrá börn í mötuneyti.
Athugið að nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið í notkun varðandi skráningu í mötuneytið.
Sveitarfélagið hefur ákveðið að í skólum í Skagafirði verði skólamáltíðir nemenda að fullu
niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu (Jöfnunarsjóði sveitarfélaga). Niðurgreiðsla á hverja
máltíð skiptist þannig að ríkið greiðir 401 kr. (36%) og Skagafjörður 714 kr. (64%). Til þess
að halda utan um kostnað og endurgreiðslur þurfa foreldrar að skrá nemendur í mat fyrir
hverja önn. Það er mjög mikilvægt til þess að hægt sé að áætla réttan fjölda matarskammta og minnka matarsóun.
Skráningin er rafræn og það svæði nú þegar opið á slóðinni
https://skagafjordur.wiselausnir.is
Vinsamlegast er óskað eftir að foreldrar barna með ofnæmi/óþol að skili inn vottorði og merki það inn sem athugasemd þegar það fer í gegnum skráningarferlið.
Eflaust má gera ráð fyrir einhverjum hnökrum í
upphafi og ef svo er endilega hafið þá samband við skólann.
Bestu kveðjur