Starfamessa og GaV Bistro

Starfamessa 
Nemendur elstu deildar fóru í svokallaða Starfamessu sem er kynning á vegum SSNV á tækifærum í iðngreinum. Á Starfamessunni voru kynntar um 30 náms- og starfsleiðir í iðn-, tækni- og verkgreinum, með áherslu á þau tækifæri sem standa nemendum til boða hér á Norðurlandi vestra. Hugmyndin var að nemendur fái tækifæri til að hitta bæði forsvarsmenn starfsgreinanna sem og aðstandendur námsins á bakvið þær greinar. Þannig öðlist þeir innsýn í ferlið allt frá námi og inn í fyrirtækin þar sem störfin eru unnin.

bladra

fletta

ingunn

Matarviðburður GaV Bistro
Þriðjudaginn 22. nóvember var matarviðburður á vegum Gav Bistro sem er valgrein á unglingastigi. 
Á matseðlinum var kjúklingasúpa, brauð og tilheyrandi. Einnig var til sölu eftirréttir, kaffi og nammi. Ingunn danskennari stjórnaði dansi að kvöldverði loknum.
Skemmtileg kvöldstund, allur ágóðinn fór til nemendafélagsins. 

katla