Stóra upplestrarkeppnin

Uppskeruhátíð Stóru upplestrarkeppninnar hjá 7. bekkjum grunnskólanna í Skagafirði fór fram í bóknámshúsi FNV í kvöld. Keppnin hefur verið haldin í 22 ár í Skagafirði.

Við í Grunnskólanum austan Vatna erum stolt að segja frá því að fulltrúar okkar, þær Dagmar Helga Helgadóttir og Greta Berglind Jakobsdóttir komust báðar í verðlaunasæti, Dagmar Helga bar sigur úr býtum og hreppti fyrsta sætið og Greta Berglind þriðja sætið. Allir keppendur stóðu sig með prýði en þeir lásu brot úr bókinni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og að auki sjálfvalið ljóð. 
Að lokinni keppni fengu allir þátttakendur bókina Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur.

Við óskum öllum þátttakendum hamingjuóskir með góðan árangur.

upplestur upplestur

upplestur