Sungið til styrktar barnaþorpum SOS

Jólin og jólahefðir voru mikið í umræðunni hjá miðstiginu nú í vikunni fyrir jólafrí. Samhliða horfðum við á öðruvísi jóladagatal þar sem veitt er innsýn í líf barna í barnaþorpum út um allan heim. Með því að horfa á jóladagatalið áttuðu nemendur sig á því hvað þau búa við mikil forréttindi og ákváðu að styrkja starf SOS barnaþorpa með því að ganga í hús á Hofsósi og taka við samskotum. 

Í leiðinni vildu börnin gleðja fólk með jólasöng. 

Þau fengu mjög góðar móttökur hjá bæjarbúum og söfnuðu 49.035 kr.