Þrír nemendur GaV verðlaunaðir í nýsköpunarkeppni

Þrír nemendur í 5.bekk GaV fengu verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Skagafirði. 

Bettý Lilja og Greta Berglind fengu verðlaun fyrir flottustu frumgerðina og Brynhildur Kristín fyrir flottustu kynninguna. 

Nemendur fengu verðlaunagrip, hátalara og gjafabréf í FabLab. 

Ingvi Hrannar og Selma Barðdal veittu verðlaunin fyrir hönd Skagafjarðar og töluðu um að allar tillögur hafi verið flottar og dómnefndin átti í vandræðum með að velja. 

Í dómnefndinni voru Sigfús Ólafur Guðmundsson, Sesselja Ingibjörg Barðdal og Kolfinna Kristínardóttir