Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Undankeppnin í Stóru upplestrarkeppninni verður næstkomandi fimmtudag, 2. mars kl. 16:00. Undankeppnin verður haldin í skólanum á Hofsósi þar sem nemendur 7. bekkjar taka þátt. Það verða tveir nemendur valdir frá okkar skóla auk varamanns sem munu taka þátt í Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Skagafirði sem fram fer í Bóknámshúsi FNV þriðjudaginn 14. mars. 

Allir velkomnir.