Upplestrarkeppni GaV

Fimmtudaginn 24. mars var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hátíðleg í Grunnskólanum á Hofsósi. Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Í ár voru fjórar stúlkur í 7. bekk sem tóku þátt. Þær Emma Vigdís Fjólmundsdóttir, Sigrún Anna Kjartansdóttir, Valgerður Rakel Rúnarsdóttir og Ylfa Marie Broddadóttir. Stelpurnar hafa lagt mikinn metnað í verkefnið og hafa verið duglegar að æfa sig undir leiðsögn Bylgju, Laufeyjar, Sjafnar og Sigurlaugar. 


Emma Vigdís og Valgerður Rakel spiluðu og sungu fyrir gesti tvö lög meðan dómarar fengu tíma til að ráða ráðum sínum og voru gestir hvattir til að syngja með.

Dómarar á keppninni voru þær Fríða Eyjólfsdóttir, Kristín Bjarnadóttir og Laufey Leifsdóttir. Valgerður Rakel var valin til að fara áfram og taka þátt í Stóru upplestrarkeppni Grunnskólanna í Skagafirði sem verður á Sauðárkróki 26. apríl n.k. auk þess sem Emma Vigdís verður varamaður. 

Við erum mjög stolt af þessum flotta hópi sem stóð sig mjög vel.