Upptökudagur Málæðis í GaV
Í dag komu Birgitta Haukdal söngkona, Vignir Snær upptökustjóri og gítarleikari, Stulli tökumaður ásamt Elvu Lilju og Hörpu Rut verkefnastjórum Málæðis í GaV. Þau voru komin til að vinna áfram með unglingastiginu að lagi Írisar Lilju og Bettýjar Lilju, Aftur heim. Heimsókn þeirra var mjög vel heppnuð og tókst krökkunum í samstarfi við þau að gera alveg frábært lag enn betra. Krakkarnir tóku þátt í textagerð, sungu bakraddir, tóku upp klapp og stapp og lengi mætti áfram telja. Gestirnir sýndu mikla fagmennsku við vinnuna, virkjuðu nemendur og deildu einlægum ráðum til þeirra. Deginum lauk svo við myndbandsupptökur í Grafarós í dásamlegri veðurblíðu. Mikil tilhlökkun ríkir meðal nemenda og starfsfólks skólans eftir því að sjá lokaafurðina sýnda á RÚV á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember.