Vísindamaður, álfar og margt fleira sniðugt á ferli upp á Hólum

Þriðjudaginn 15. desember voru nemendur á Hólum og nemendur á miðstigi á Hofsósi svo heppnir að fá rafrænan upplestur frá Ævari Þór Benediktssyni. Ævar las upp úr nýjustu bókinni sinni Þitt eigið undirdjúp. Eftir upplesturinn sem var mjög lifandi og skemmtilegur gátu nemendur spurt hann spurninga. 


Þennan dag var einnig vasaljósadagur hjá nemendum á Hólum þar sem farið var í skóginn með vasaljós að skoða hvernig endurskinið virkar. Starfsmaður leikskólans á Hólum var búinn að setja endurskinsmerki víðsvegar um skóginn og áttu nemendurnir að skoða hvort þeir sæju þau öll, bæði hátt uppi og lágt niðri. Við þetta skapaðist góð umræða um ástæður endurskinsmerkja og hvað þau gera mikið. Eftir leiðangurinn um skóginn fengum við okkur heitt súkkulaði og piparkökur meðan lesin var jólasaga í útikennslustofunni.