Nú fer veður kólnandi eftir vorblíðu síðustu daga.
Undanfarna daga hefur verið mikil veðurblíða. Nemendur hafa notið útiverunnar í leik og starfi. Nemandi í fjölmiðlavali, Karlotta Klara, skrapp út og tók myndir af krökkunum í frístund. Á myndunum má sjá Anton Fannar, Elmar Árna, Kristján, Jón Greip og Sölku Marín í fótbolta. Thor Kofi sýndi frábæra takta í körfubolta en honum finnst mjög gaman í þeirri íþrótt. Það er gaman frá því að segja að veðurspáin hefur verið alveg frábær þótt veturinn minni á sig einsog dagatalið segir til um.