Fréttir & tilkynningar

23.10.2025

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2025 – metnaður, úthald og gleði í forgrunni

Alls tóku 47 nemendur þátt í hlaupinu og gátu þeir valið á milli fjögurra vegalengda: 2,5 km, 5 km, 7,5 km og 10 km. Tveir nemendur ákváðu að bæta um betur og hlupu 12,5 km. Heildarvegalengd nemendanna var 217,5 kílómetrar. (Klikkið á fréttina).
22.10.2025

Svakalega lestrarkeppnin 2025

Svakalega lestrarkeppnin stóð yfir frá 15. sept - 15. okt. Nemendur í 1.–7. bekk við Grunnskólann austan Vatna tóku virkan þátt í keppninni sem er landsátak á vegum List fyrir alla. Alls tóku 37 nemendur þátt og lásu samanlagt 14.465 mínútur. (Klikkið á fréttina).
15.10.2025

Skólaþing í GaV með fræðsluteymi skrifstofu Alþingis!

Í dag fengu nemendur á unglingastigi heimsókn frá fræðsluteymi skrifstofu Alþingis. Starfsmennirnir settu upp Skólaþing fyrir nemendur en markmið verkefnisins er að efla lýðræðisvitund, fræða nemendur um störf Alþingis og veita innsýn inn í dagleg störf þingmanna. (Meira).