Fréttir & tilkynningar

15.10.2025

Skólaþing í GaV með fræðsluteymi skrifstofu Alþingis!

Í dag fengu nemendur á unglingastigi heimsókn frá fræðsluteymi skrifstofu Alþingis. Starfsmennirnir settu upp Skólaþing fyrir nemendur en markmið verkefnisins er að efla lýðræðisvitund, fræða nemendur um störf Alþingis og veita innsýn inn í dagleg störf þingmanna. (Meira).
14.10.2025

Upptökudagur Málæðis í GaV

Í dag komu Birgitta Haukdal söngkona, Vignir Snær upptökustjóri og gítarleikari, Stulli tökumaður ásamt Elvu Lilju og Hörpu Rut verkefnastjórum Málæðis í GaV. Þau voru komin til að vinna áfram með unglingastiginu að lagi Írisar Lilju og Bettýjar Lilju, Aftur heim. (Meira).
13.10.2025

GaV áfram í Málæði

Í síðustu viku fengum við þau gleðilegu tíðindi að lag Írisar og Bettýjar, Aftur heim, var valið áfram í Málæði. Annað árið í röð er GaV því einn af þremur skólum á landinu sem er valinn til að vinna með þekktum tónlistarmönnum að frekari texta- og lagasmíð. (Klikkið á fréttina).