Fréttir

Skólahald fellur niður 22.janúar

Skólahald fellur niður hjá grunnskólanum og tónlistarskólanum í dag föstudaginn 22.janúar vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Seinkunn á skólaakstri úr Fljótunum

Skólaakstri úr Fljótum seinkar og verða aðstæður metnar betur þegar líður á morguninn . Haft verður samband við foreldra með framvindu.
Lesa meira

Skólaakstur úr Fljótum fellur niður

Skólaakstur úr Fljótum fellur niður, séð til með akstur frá Ketilás til Hofsós þegar líður á morguninn. Haft verður samband við foreldra með framvindu.
Lesa meira

Fjölbreyttir dagar hjá miðstiginu

Skóladagarnir hjá miðstigi hafa verið fjölbreyttir upp á síðkastið. Í vikunni fengum við Ingva Hrannar í heimsókn og hann hjálpaði okkur að nýta tölvutæknina í verkefnum okkar. Við vorum öll ánægð með að fá hann í heimsókn og finnst við hafa lært mikið og eignast fleiri verkfæri í verkfærakistuna.
Lesa meira

Skólabyrjun eftir jólafrí

Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí þriðjudaginn 5. janúar, kl.10 á Hólum og kl.10:30 á Hofsósi. Mánudagurinn 4. janúar er starfsdagur og því frí hjá nemendum.
Lesa meira

Sungið til styrktar barnaþorpum SOS

Jólin og jólahefðir voru mikið í umræðunni hjá miðstiginu nú í vikunni fyrir jólafrí. Samhliða horfðum við á öðruvísi jóladagatal þar sem veitt er innsýn í líf barna í barnaþorpum út um allan heim.
Lesa meira

Hressileg jólastemning hjá þeim yngstu

Yngsta stig á Hofsósi hefur dvalið í salnum og á sviðinu í félagsheimilinu Höfðaborg síðan samkomutakmarkanir voru hertar 2. nóvember. Þar höfum við reynt að halda okkar striki í náminu og nýta um leið þá kosti sem aðstaðan í félagsheimilinu býður upp á. Milli kennslustunda hafa krakkarniri getað verið í hlaupaleikjum inni, æft fangbrögð, handahlaup og verið dugleg að klifra og hanga í rimlunum.
Lesa meira

Jólakveðja frá nemendafélagi GaV

Jólakveðja frá nemendafélagi Grunnskólans austan Vatna. Því miður var engin jólavaka í ár vegna aðstæðna. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældará nýju ári. Þökkum fyrir stuðninginn sem þið hafið sýnt okkur. Hér eru jólamyndband sem nemandi á unglingastigi gerði. Ef þið viljið styrkja nemendafélagið getið þið lagt okkur lið á bankareikningi okkar:
Lesa meira

Vísindamaður, álfar og margt fleira sniðugt á ferli upp á Hólum

Þriðjudaginn 15. desember voru nemendur á Hólum og nemendur á miðstigi á Hofsósi svo heppnir að fá rafrænan upplestur frá Ævari Þór Benediktssyni. Ævar las upp úr nýjustu bókinni sinni Þitt eigið undirdjúp. Eftir upplesturinn sem var mjög lifandi og skemmtilegur gátu nemendur spurt hann spurninga.
Lesa meira

GaV fékk rausnarlega gjöf frá KS

Kaupfélag Sagfirðinga og dótturfyrirtæki færðu Grunnskólanum austan Vatna höfðinglega gjöf síðastliðin fimmtudag 10. desember. Um er að ræða þrívíddarprentara og skanna frá MakerBot ásamt forritum. Ingileif Oddsdóttir stjórnarmaður hjá FISK Seafood og Sigurjón R. Rafnsson afhentu tækið.
Lesa meira