Fréttir

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ á þriðjudaginn 8.október.

Grunnskólinn austan Vatna tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ á þriðjudaginn 8.október. Hlaupið fór fram í góðu veðri og var mikil gleði og ánægja meðal nemenda í hlaupinu. Árangur skólans var frábær og hlupu 56 nemendur samtals 262,5 km. Það var jákvæð og góð stemning í hópnum og nemendur fóru svo í sund á eftir. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá fjölda þeirra sem hlupu ásamt heildarvegalengd sem hlaupin var.
Lesa meira

Ævintýraferð unglingastigs

Í lok ágúst var farið í hina árlegu ævintýraferð unglingastigs. (klikkið á fréttina til að lesa meira).
Lesa meira

Í upphafi skóla er alltaf gott að impra á skólareglum

Skólareglur Grunnskólans austan Vatna gilda fyrir alla aðila sem að skólastarfinu koma og alls staðar þar sem þeir eru á vegum skólans. Reglurnar gilda bæði á leiðinni í og úr skóla, á viðburðum og á ferðalögum. Skólinn er vinnustaður okkar allra, hver nemandi og starfsmaður á rétt á því að fá frið við leik og störf. (Smellið á fréttina til að lesa skólareglur).
Lesa meira

Skráning í mötuneyti!

Athugið að nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið í notkun varðandi skráningu í mötuneytið. Sveitarfélagið hefur ákveðið að í skólum í Skagafirði verði skólamáltíðir nemenda að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu (Jöfnunarsjóði sveitarfélaga). Klikkið á fréttina til að lesa meira og komast í skráningarformið.
Lesa meira

Skólasetning mánudaginn 26. ágúst kl.13:00

Skólasetning mánudaginn 26. ágúst kl. 13:00. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá daginn eftir. Leikskólainngangur austan við skólann verður aðalinngangur til að byrja með þó hægt sé að ganga um portið vestan við skólann. Vinsamlegast takmarkið umferð inn í portið þar sem planið er ófrágengið. Bendum á að notast við bílastæðin við tjaldstæði og Höfðaborg. Í skólabyrjun er vert að minna á að merkja allan fatnað. Það eru meiri líkur á að merktur fatnaður sem týnist komist til skila en ómerktur. Hlökkum mikið til að hefja skólaárið með ykkur kæru nemendur og fjölskyldur.
Lesa meira

Skólasetningu FRESTAÐ!!!

Vegna stöðu framkvæmda hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta skólasetningu sem átti að vera fimmtudaginn 22. ágúst. Skóli verður settur mánudaginn 26. ágúst kl. 13:00. Afsakið óþægindin. Hlökkum til að sjá ykkur Bestu kveðjur Starfsfólk
Lesa meira

Skólaslit

Föstudaginn 31.maí eru skólaslit Grunnskólans austan Vatna. Á starfsstöð skólans á Hólum verða skólaslit kl.11:00, en þau slit marka tímamót vegna lokunar starfstöðvarinnar. Velunnarar skólans hjartanlega velkomnir. Skólaslit á Hofsósi og útskrift nemenda í 10. bekk verða kl.14:00 þann sama dag í Félagsheimilinu Höfðaborg. (Smella á fréttina).
Lesa meira

Rafrænt happdrætti Nemendafélags GaV - vinningaskrá

Þökkum fyrirtækjum kærlega fyrir veittan stuðning og ykkur fyrir þátttökuna. Við komum vinningunum til ykkar um helgina. Bestu þakkir - nemendafélag Grunnskólans austan Vatna. (smellið á fréttina).
Lesa meira

Viðtal við Karl Tómasson sem starfar sem skólaliði við GaV

Greta Berglind nemandi í fjölmiðlavali tók viðtal við Karl Tómasson sem starfar sem skólaliði við GaV.
Lesa meira

Nýtt og uppfært skóladagatal

Nýtt og uppfært skóladagatal er komið á heimasíðu skólans með breytingum sem samþykktar voru í fræðslunefnd á síðasta fundi. Sjá má nýja skóladagatalið undir flipa á forsíðu sem heitir skóladagatal.
Lesa meira