Fréttir

Skólahald fellur niður 22.febrúar

Allt skólahald í Grunnskólanum austan Vatna fellur niður á morgun þriðjudag 22.2. Ástæðan er mjög slæm veðurspá, appelsínugul viðvörun í nótt og fyrramálið en svo tekur við önnur viðvörun sem tekur gildi kl. 8:00 og gildir fram eftir degi. Aðgerðarstjórn almannavarna í héraði hafa gefið út viðvörun til íbúa sem hægt er að lesa á facebooksíðu lögreglunnar.
Lesa meira

Ólympíufari heimsótti GaV

Í gær fimmtudaginn 10. febrúar fengum við í Grunnskólanum austan Vatna heimsókn frá Má Gunnarssyni og blindrahundinum hans Max. Már er bronsverðlaunahafi á heimsmeistaramóti í sundi, keppandi á ólympíuleikunum í Tokyo sem og keppandi í Evróvision keppninni á Íslandi fyrir árið 2022. Már sagði nemendunum frá sjálfum sér. hvernig það var að alast upp með augnsjúkdóm, lífinu í afreksíþróttir og ást sinni á tónlist. Óhætt er að segja að nemendurnir hafi verið ánægðir með heimsóknina en Már flutti þrjá fyrirlestra í GaV, á Hólum, fyrir 1.-7.bekk og að lokum fyrir unglingadeildina.
Lesa meira

Skólahald fellur niður 7.febrúar

Á morgun mánudag 7. febrúar verður allt skólahald fellt niður í Grunnskólanum austan Vatna þar sem veðurútlit er mjög slæmt og appelsínugul viðvörun í gildi fyrir okkar svæði. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðulandi vestra hvetur fólk til að halda sig sem mest heima meðan veður gengur yfir, en tilkynning þess efnis er m.a. á facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Lesa meira

Skólahald hættir fyrr

Vegna versnandi veðurútlits og gulrar veðurviðvörunar þar sem sérstaklega er varað er við versnandi akstursskilyrðum verður skóla lokið fyrr í dag. Á Hofsósi verður skóla lokið nú strax að loknum hádegismat kl. 13:00 og á Hólum um 13:55. Gæslan verður þó samt sem áður til taks fyrir þá sem þar eru skráðir og þurfa á því að halda. Félagsmiðstöð fellur niður. Gul viðvörun gildir til 13:00 á morgun svo staðan verður tekin í fyrramálið varðandi skólahald þann dag og sms skilaboð send ef skólahald verður fellt niður.
Lesa meira

Gleðileg jól

Í desember mánuði hefur Grunnskólinn austan Vatna náð að halda ágætlega í jólahefðirnar og ekki látið takmarkanir slá okkur út af laginu. Eins og undanfarin ár þá var jólasöngstundin haldin hátíðleg enn þann sama dag mættu nemendur í jólafatnaði.
Lesa meira

Aðventuferð hjá unglingastiginu

Nemendur unglingastigsins skelltu sér í gær í aðventuferð til Akureyrar. Ástæðan fyrir ferðinni er sú að í haust féll niður hin árlega ævintýraferð.
Lesa meira

Jólavökunni aflýst

Í ljósi þess að samkomutakmarkanir voru framlengdar óbreyttar til 22. desember sjáum við okkur ekki fært að halda okkar árlegu jólavöku sem fyrirhuguð var á skóladagatali 16. desember næstkomandi.
Lesa meira

Áhugasviðs og dansvika

Í síðustu viku var áhugasviðs og dansvika hjá skólanum. Þá voru allir nemendur saman komnir á Hofsósi þar sem nemendur voru í viðfangsefnum sem þau höfðu valið sér sjálf. Stöðvarnar sem voru í boði:
Lesa meira

Dúndurstuð á Halloweenballi

Á miðvikudaginn í síðustu viku hélt nemendafélag skólans Halloweenball fyrir nemendur 1.-7.bekkjar og að auki var skólahópnum boðið. Óhætt er að segja að það hafi verið frábær mæting og stemningin í húsinu var mikil, þar sem nemendur dönsuðu hreinlega úr sér lungun.
Lesa meira

Vinaliðanámskeið

Á undanförnum árum þá hefur Grunnskólinn austan Vatna tekið þátt í vinaliðaverkefninu. En það er verkefni sem snýst um að nemendur haldi utan um leiki í frímínútum í skólanum svo að allir krakkar skólans geti tekið þátt í leik. Það er nýbúið að kjósa vinaliða í grunnskólanum og í dag skelltu þeir sér á vinaliðanámskeið á Sauðárkrók. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira