22.03.2024
Allt skólahald fellur niður í dag 22.mars vegna slæmra aksturskilyrða og veðurs.
Lesa meira
18.03.2024
Vegna fjölda áskorana setur unglingastig Grunnskólans austan Vatna AFTUR á svið: Stellu í orlofi þann 20.mars kl.20:00
Endilega nælið ykkur í miða á nemo@gav.is eða í síma 845-2811
Hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsi.
Lesa meira
15.03.2024
Nú fer veður kólnandi eftir vorblíðu síðustu daga.
Undanfarna daga hefur verið mikil veðurblíða. Nemendur hafa notið útiverunnar í leik og starfi. Nemandi í fjölmiðlavali, Karlotta Klara, skrapp út og tók myndir af krökkunum í frístund. Á myndunum má sjá Anton Fannar, Elmar Árna, Kristján, Jón Greip og Sölku Marín í fótbolta. Thor Kofi sýndi frábæra takta í körfubolta en honum finnst mjög gaman í þeirri íþrótt. Það er gaman frá því að segja að veðurspáin hefur verið alveg frábær þótt veturinn minni á sig einsog dagatalið segir til um.
Lesa meira
11.03.2024
Árshátíð unglingastigs föstudagskvöldið 15.mars kl. 18:00.
Í ár verður Stella í orlofi sett á svið.
Frétt unnin af Dagmar Helgu í fjölmiðlavali.
(Smellið á fréttina).
Lesa meira
10.03.2024
Árshátíð Grunnskólans austan Vatna - Hólum
Verður haldin fimmtudaginn 14.mars kl. 16:30.
Að lokinni sýningu mun foreldrafélagið bjóða upp á kaffihlaðborð.
Allir velkomnir.
Lesa meira
21.02.2024
Á hverju ári fær 3.bekkur fræðslu um eldvarnir og í kjölfarið geta þeir tekið þátt í eldvarnargetraun frá Landsambandi slökkviliðsmanna. Nú á dögunum var dregið í getrauninni og fengum við skemmtilega heimsókn frá Brunavörnum Skagafjarðar. Thor Kofi hafði svarað öllum spurningum réttum í getrauninni og var dreginn út.
Thor Kofi nemandi í 3.bekk tók á móti viðurkenningarskjali frá Brunavörnum Skagafjarðar í dag (21.febrúar).
Innilega til hamingju með viðurkenninguna Thor Kofi.
Lesa meira
16.02.2024
Í Grunnskólanum austan Vatna er alltaf mikið fjör á öskudaginn. (Smellið á fréttina).
Lesa meira
06.02.2024
Nemendur á unglingastigi hafa haft umhverfisvæna skiptislá í stofunni hjá sér í að verða tvö skólaár. Nemendur koma með föt á slána og þar fær fatnaðurinn framhaldslíf í nýjum höndum og hjá öðrum eigendum. Upp kom sú hugmynd að útfæra þetta enn frekar og halda flóamarkað til styrktar nemendafélagi skólans.
Smellið á fréttina til að lesa meira :)
Lesa meira
06.02.2024
Vegna slæmrar aksturskilyrða og veðurs verður allt skólahald fellt niður í dag þriðjudaginn 6.febrúar í Grunnskólanum austan Vatna.
Lesa meira
25.01.2024
Skólahald frestast um tvo tíma í dag eða til 10:30 vegna mikils vinds og hálku. Skólaakstur verður þá á sléttum tveimur tímum seinna en vanalega.
Morgunmatur fellur niður en reynum að halda óbreyttri dagskrá eftir það.
Lesa meira