Fréttir

Upptökudagur Málæðis í GaV

Í dag komu Birgitta Haukdal söngkona, Vignir Snær upptökustjóri og gítarleikari, Stulli tökumaður ásamt Elvu Lilju og Hörpu Rut verkefnastjórum Málæðis í GaV. Þau voru komin til að vinna áfram með unglingastiginu að lagi Írisar Lilju og Bettýjar Lilju, Aftur heim. (Meira).
Lesa meira

GaV áfram í Málæði

Í síðustu viku fengum við þau gleðilegu tíðindi að lag Írisar og Bettýjar, Aftur heim, var valið áfram í Málæði. Annað árið í röð er GaV því einn af þremur skólum á landinu sem er valinn til að vinna með þekktum tónlistarmönnum að frekari texta- og lagasmíð. (Klikkið á fréttina).
Lesa meira

Nóg um að vera hjá nemendafélaginu, fjáraflanir og fjör

Allir nemendur unglingastigs vinna saman að fjáröflunum fyrir skólaferðalag vorsins og er fyrsta stóra fjáröflunin nú þegar búin. Klikkið á fréttina til að lesa meira.....
Lesa meira

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst kl. 13:00.

Skólasetning Grunnskólans austan Vatna skólaárið 2025 – 2026 verður næstkomandi föstudag 22. ágúst kl. 13:00. Dagskrá skólasetningar verður með þeim hætti að skólastjóri setur skóla og fer yfir helstu breytingar, áskoranir og áherslur á komandi skólaári. Nemendur fylgja svo sínum umsjónarkennurum í sínar stofur í skólanum og foreldrum er heimilt að fylgja þeim þangað inn. Áætlað er að dagskrá skólasetningar taki eina klukkustund.
Lesa meira

Skólaslit - útskrift

Föstudaginn 30. maí eru skólaslit í Grunnskólanum austan Vatna kl. 14:00, athöfnin fer fram í félagsheimilinu Höfðaborg. Leikskólinn Tröllaborg útskrifar nemendur í skólahóp og við það tilefni verða þau boðin velkomin í skóla næsta vetur. Vinaliðar fá viðurkenningarskjöl, afhending vitnisburða og útskrift 10. bekkjar. Að lokinni athöfn verður gestum boðið upp á veitingar. Þökkum fyrir veturinn.
Lesa meira

Grunnskólinn austan Vatna óskar öllum gleðilegra páska

Grunnskólinn austan Vatna óskar öllum gleðilegra páska. Kennsla hefst að loknu páskafríi mánudaginn 28.apríl samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Árshátíð unglingastigs - Dalalíf

Menningardagskráin á Hofsósi er stútfull þessa dagana. Leiklistin blómstrar og börnin með. Nemendur hafa ekki setið auðum höndum en þau ásamt Ragnheiði umsjónarkennara hafa skrifað handrit upp úr Íslensku bíómyndinni Dalalíf eftir Þráinn Bertelsson. Dalalíf fjallar um vinina Þór og Danna sem fara í sveit og stofna nýja og undarlega tegund af ferðaþjónustu. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara, sjáumst í leikhúsinu.
Lesa meira

Skemmtileg verkefni í smíðum á yngsta stigi

Hér má sjá verk nemenda á yngsta stigi - Púsl, bátar, kisur, kanínur og aðrar fígúrur. Markmið námsins er fyrst og fremst að gera nemendur sjálfstæða í verki, stuðla að vinnugleði og virðingu fyrir vinnu, þjálfa einbeitingu, iðjusemi og verkfærni undir stjórn Þuríðar Helgu smíðakennara.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í FNV í kvöld, Valþór Máni hreppti 2. sætið fyrir hönd GaV.

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í FNV í kvöld, en keppnin hefur verið haldin í 24 ár í Skagafirði. 13 keppendur frá skólunum þremur komu þar saman og lásu bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og voru skólum sínum til sóma. (klikkið á fréttina).
Lesa meira