17.02.2023
Hestaval er liður í æfingakennslu fyrsta árs nema hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Á námskeiðinu fengu nemendur bæði verklega og bóklega reiðkennslu hjá verðandi reiðkennurum háskólans. Ánægjulegt samstarf á milli grunnskóla og háskóla.
Lesa meira
07.02.2023
Skólahald fellur niður í dag, 7. febrúar, á báðum kennslustöðum skólans vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar.
Lesa meira
02.02.2023
Skóla lýkur á hádegi í dag á Hofsósi vegna mikillar vindhæðar á akstursleiðum seinni partinn. Engin breyting er á skólahaldi á Hólum.
Lesa meira
27.01.2023
Nemendur hafa í vikunni unnið að nýsköpun og fengu danskennslu frá Ingunni Hallgrímsdóttur. Í lok vikunnar var dans- og nýsköpunarsýning, þar gátu gestir séð afrakstur nýsköpunarvinnunar. Skemmtileg og lærdómsrík vika að baki.
Lesa meira
24.01.2023
Næstkomandi fimmtudag, 26. janúar, verða nemendur GaV með dans- og nýsköpunarsýningu í Höfðaborg á Hofsósi. Danssýningin hefst kl. 14:00. Allir velkomnir.
Lesa meira
20.01.2023
Vegna viðvarana um slæmar akstursaðstæður og veðurhæð er skóli felldur niður í dag, 20. janúar, á báðum kennslustöðum GaV, Hólum og Hofsósi. Í gildi er gul viðvörun og spáð er asahláku, búast má við mikilli hálku þar sem klaki eða snjór er á vegum.
Lesa meira
21.12.2022
Það var skemmtilegt að geta loks haldið Jólavökuna hátíðlega. Starfsfólk GaV óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira
16.12.2022
Jólavaka Grunnskólans austan Vatna verður haldin 19. desember klukkan 19:30.
Lesa meira
14.12.2022
Nemendur elstu deildar fóru á kynningu á vegum SSNV sem kölluð er Starfamessa og á dögunum var matarviðburður á vegum GaV Bistro sem er valgrein á unglingastigi.
Lesa meira
07.12.2022
Vikuna 21. - 25. nóvember var hin árlega þemavika þar sem boðið var upp á dans og áhugasviðsþema. Ljósmyndir fylgja fréttinni.
Lesa meira