27.05.2021
Skólaslit verða mánudag 31. maí kl. 11:00 á Hólum og kl. 14:00 á Hofsósi. Eins og undanfarin ár verður útskrift 5 ára nemenda úr Leikskólanum í sömu athöfn og skólalsit Grunnskólans.
Lesa meira
09.05.2021
Samkvæmt ákvörðun sóttvarnaryfirvalda í Skagafirði verður skólahald hjá okkur í Grunnskólanum austan Vatna næstu viku þrátt fyrir lokun Árskóla og aðrar staðbundnar ráðstafanir á Sauðárkróki. Það er þó ljóst að óbeinar afleiðingar hafa áhrif á skólahald hjá okkur svo sem nokkrir starfsmenn og nemendur sem þurfa að fara í sóttkví einhverja daga.
Lesa meira
05.05.2021
Okkar frábæru krakkar í Grunnskólanum austan Vatna gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðlil í Skólahreysti í gær. Keppt var í Íþróttahöll Akureyrar eins og á undanförnum árum. Fulltrúar skólans að þessu sinni voru Agla Rut Egilsdóttir, Konráð Jónsson, Njála Rún Egilsdóttir, Vignir Nói Sveinsson og til vara voru Katla Steinunn Ingvarsdóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson.
Lesa meira
04.05.2021
Nemendur í 1.bekk í Grunnskólanum austan Vatna fengu gefins reiðhjólahjálma frá Kiwanis í síðustu viku. Hér má sjá myndir af alsælum fyrstu bekkingum með gjöfina góðu.
Lesa meira
08.04.2021
Apríl er blár mánuður til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi. Á morgun föstudaginn 9.apríl er blái dagurinn, ætlum við í GaV að klæðast við bláu á morgun og fagna fjölbreytileikanum með einhverfu snillingunum okkar.
Lesa meira
31.03.2021
Á morgun fimmtudag 1.apríl taka gildi nýjar reglur um takmarkanir á skólahaldi sem verða í gildi til 15. apríl.
Lesa meira
24.03.2021
Kæru nemendur, foreldrar / forráðamenn og starfsfólk Grunnskólans austan Vatna. Eins og einhverjir hafa orðið varir við var nú rétt í þessu gefin út fréttatilkynning þess efnis að samkomubann verði frá miðnætti í kvöld þar sem að hámarki 10 einstaklingar mega koma saman.
Lesa meira
23.03.2021
Þrír nemendur í 5.bekk GaV fengu verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Skagafirði.
Bettý Lilja og Greta Berglind fengu verðlaun fyrir flottustu frumgerðina og Brynhildur Kristín fyrir flottustu kynninguna.
Lesa meira
19.03.2021
Þann 17. mars s.l. var haldin upplestrarkeppni grunnskólanna í Skagafirði og var keppnin haldin í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Okkar fulltrúi, Ingunn Marín Ingvarsdóttir lenti þar í öðru sæti.
Lesa meira
12.03.2021
Á hverju ári fer fram eldvarnaátak hjá Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Nemendum í 3. bekk gefst kostur á að taka þátt í eldvarnagetraun og nú á dögunum fengu þrjú börn á Norðurlandi vestra viðurkenningar vegna átaksins.
Lesa meira